Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hámundur Örn Helgason er sigurvegarinn í tippleik Víkurfrétta
Hámundur með gleðitár úti í óbyggðunum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 19. maí 2024 kl. 17:08

Hámundur Örn Helgason er sigurvegarinn í tippleik Víkurfrétta

Hámundur Örn Helgason er tippmeistari Víkurfrétta tímabilið ´23-´24. Hann er kominn með 10 rétta af 10 mögulegum og þar sem hann og andstæðingur hans, Maggi Tóka, eru með síðustu þrjá leikina með sömu merkjum og Maggi náði bara 8 til þessa, er ljóst að Hámundur er sigurvegarinn. Ekki nóg með að hann vinni leikinn, hann á möguleika á að ná 13 réttum, nær því ef Inter Milan og Lille í Frakklandi vinna heimasigra!

Blaðamaður rétti náði í skottið á Hámundi, sem var staddur í íslenskum óbyggðum í frí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég trúi þessu varla, ég veit ekki hvað ég á að segja! Ég mætti ekki með neinar væntingar í tippleikinn en auðvitað mætir maður í allar keppnir til að vinna. Það verður gaman að mæta á Wembley og þó svo að mínir menn, Tottenham, séu ekki í úrslitum, verður þetta upplifun. Eigum við ekki að segja að þar sem þú ert United-maður, klæðist ég þeirri treyju á úrslitaleiknum. Þetta verður mjög gaman og ég hlakka mikið til,“ sagði sigurreifur Hámundur Örn að lokum.,