Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hamflettir Haukar í Sláturhúsinu
Sunnudagur 12. desember 2004 kl. 22:17

Hamflettir Haukar í Sláturhúsinu

Keflavík gjörsigraði Hauka, 101-68, í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í kvöld. Haukar héldu í við heimamenn í fyrstu en misstu svo af lestinni í seinni hálfleik.

Keflvíkingar gerðu fyrstu sex stigin í leiknum en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 29-18 fyrir Keflavík.

Anthony Glover fór mikinn í liði Keflavíkur og gerði 12 stig í fyrri hálfleik ásamt því að vera drjúgur í fráköstunum. Staðan í hálfleik var 48-38 Keflvíkingum í vil og Haukar því enn inni í myndinni.

Í þriðja leikhluta stungu heimamenn Hauka af og juku muninn í 14 stig, 74-50. Ekkert virtist ganga upp hjá Haukum sem köstuðu fljótlega inn handklæðinu. Keflvíkingar gengu á lagið og völtuðu yfir gestina.

Fjórði leikhluti var svo eitthvað sem Haukar vilja gleyma sem fyrst þar sem Keflavík skoraði níu fyrstu stigin í leikhlutanum. Lokatölur leiksins urðu eins og áður segir, 101-68, og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið nokkuð fyrirhafnarlaus hjá Keflvíkingum.

Tveir leikmenn Keflavíkurliðsins voru heiðraðir í kvöld. Hjörtur Harðarson var að leika sinn 400. leik fyrir Keflavík og Gunnar Stefánsson sinn 300.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024