Hamar hafði betur á endasprettinum
Grindavík tapaði naumlega gegn Hamri þegar liðin mættust í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi. Úrslitin urðu 58-63 en leikurinn fór fram í Grindavík.
Grindavík byrjaði betur og hafði yfir eftir fyrsta fjórðung, 18-10. Hamar komu sterkari inn í annan fjórðung og staðan í hálfleik var 34-29 fyrir heimsstúlkum. Leikurinn var í járnum þar til í fjórða leikhluta þegar Hamarsliðið skoraði 20 stig gegn 10 stigum Grindvíkinga og landaði 5 stiga sigri.
Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur með 15 stig. Helga Hallgrímsdóttir var grimm í fráköstunum og hirti 20 slík í leiknum.
Mynd/karfan.is