Háloftafuglinn úr Grindavík troðkóngur Íslands árið 2010
Ólafur Ólafsson háloftafugl úr Grindavík varð troðkóngur Ísland í íslenska stjörnuleiknum sem fram fór í Seljaskóla um helgina. Ólafur atti kappi við Guðmund Darra Sigurðsson úr Haukum í úrslitum en alls tóku sjö kappar þátt í keppninni. Ólafur sigraði einnig árið 2008.
Séstakur leikur milli þekktra einstaklinga í þjóðfélaginu og fyrrum landsliðsmanna Ísland vakti mikla lukku. Menn á borð við Guðmund Bragason, Guðjón Skúlason, Teit Örlygsson og Jón Kr. Gíslason voru meðal landsliðsmanna og höfðu þeir sigur 34 – 26 og Jón Kr. var stigahæstur með 12 stig. Hjá stjörnunum voru Egill Einarsson og Auðunn Blöndal drjúgir.
Í stjörnuleiknum sjálfum voru liðin skipuð leikmönnum höfuðborgarsvæðisins annarsvegar og frá landsbyggðinni hinsvegar. Fóru leikar þannig að landbygðin hafði betur 130 – 128 þar sem að leikmaður Keflavíkur Lazar Trifunovic var valinn maður leiksins en hann setti 28 stig tók átta fráköst og var með sjö stoðsendingar.
Mynd/vf.is - Ólafur lætur körfuna finna fyrir því