Halli Gumm með glæsimark
Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson sem leikur með norska 1. deildarliðinu Aalesund, skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í bikarleik gegn grannaliðinu Skarbövik á miðvikudag.
Leikurinn fór 2-0, þar sem engu að síður var lítið um færi og vallaraðstæður ekki sem bestar. Mark Haralds var af 20 metra færi og gulltryggði sigurinn.
Eftir því sem kemur fram á netmiðlinum góða fotbolti.net, hefur Haraldur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er vetri og hefur m.a. lið sem mun verða í Meistaradeild Evrópu á næsta ári haft auga á þessum kná Keflvíkingi.
Mynd: http://www.aafkbilder.com/bilder.aspx