Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Hallgrímur til Viborg á reynslu
Miðvikudagur 28. nóvember 2007 kl. 17:22

Hallgrímur til Viborg á reynslu

Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Jónasson leikmaður Keflavíkur æfir þessa dagana með danska félaginu Viborg en hann verður hjá félaginu fram á sunnudag að því er fram kemur á vefnum www.fotbolti.net

 

Viborg hefur þónokkurn áhuga á Hallgrím sem getur leikið hinar ýmsu stöður á vellinum í vörninni og á miðjunni. ,,Þeir hafa séð mig spila landsleiki og þá vantar varnarmann þannig að ég er vongóður,” sagði Hallgrímur við fotbolti.net í dag.

 

Hallgrímur kom til Keflavíkur fyrir sumarið 2006 eftir að hafa áður leikið með Þór og Völsungi. Í sumar gerði hann þrjú mörk í sautján leikjum með Keflavík í Landsbankadeildinni og þar af skoraði hann tvívegis í lokaleik sumarsins gegn ÍA í 3-3 jafntefli liðanna.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

VF-Mynd/ [email protected]

Bílakjarninn
Bílakjarninn