Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hallgrímur tekur við kvennaliði Njarðvíkur
Hallgrímur og Friðrik Ragnarsson formaður KKD UMFN við undirritun samninga.
Sunnudagur 7. maí 2017 kl. 13:45

Hallgrímur tekur við kvennaliði Njarðvíkur

Hallgrímur Brynjólfsson er tekinn við stýrinu hjá meistaraflokki kvenna í Njarðvík. Hallgrímur fær ungt og efnilegt lið í hendurnar og væntir stjórn KKD UMFN mikils af samstarfinu við Hallgrím.
 
Kvennalið Njarðvíkur hafnaði í 6. sæti Domino´s-deildarinnar og missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni og ljóst að á næstu leiktíð verður gerð hörð atlaga að úrslitakeppninni. 
 
Hallgrímur hefur áður t.d. stýrt kvennaliði Hamars og þá er hann einnig staddur í miðju þjálfaranámi FIBA.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024