Hallgrímur með U 21 liðinu á morgun
Knattspyrnmaðurinn Hallgrímur Jónasson verður í U 21 árs liði Íslands á morgun sem mætir austurríkismönnum í riðlakeppni Evrópumótsins. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.
Hallgrímur leikur með Keflavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu en að loknum síðasta mótsleiknum fyrir skemmstu fór hann á reynslu til Belgíu. Hallgrímur fékk ekki samning ytra og bendir því allt til þess að hann verði áfram á mála hjá Keflavík.
Hallgrímur gaf það út í viðtali við Víkurfréttir eftir síðasta leikinn í Íslandsmótinu að vissulega heillaði atvinnumennskan á erlendri grundu en ef hann færi ekki út myndi ekki annað lið en Keflavík koma til greina hér á Íslandi.
VF-Mynd/ [email protected] – Hallgrímur átti gott sumar með Keflvíkingum og er vafalítið orðinn einn af sterkustu leikmönnum liðsins.