Hallgrímur Jónasson til reynslu hjá GAIS
Hallgrímur Jónasson, sem leikið hefur með Keflvíkingum undanfarin ár, heldur á sunnudaginn til Svíþjóðar þar sem hann fer reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS. Frá þessu greinir Fotbolti.net í dag. Hallgrímur átti gott tímabil með Keflvíkingum í sumar, en samingur hans við félagið rennur út 16. október.
Hallgrímur mun að öllum líkindum ekki leika með Keflvíkingum á næsta tímabili, en hann hyggst reyna fyrir sér á erlendri grundu. Takist honum hins vegar ekki að finna sér nýtt félag erlendis, gæti verið að Hallgrímur verið áfram hjá Keflavík.
Hallgrímur lék 21 leik með Keflvíkingum í sumar og skoraði eitt mark.
VF-MYND/JJK: Hallgrímur Jónasson heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn.