Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hallgrímur í hópnum gegn Færeyjum
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 09:59

Hallgrímur í hópnum gegn Færeyjum

Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Jónasson sem leikur með Keflavík var valinn í íslenska A-landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í innanhúsleik í Kórnum næstkomandi sunnudag kl. 16:00. Þetta er fyrsti landsleikur Íslands innanhúss og fyrsti leikur þjóðanna hérlendis í fjögur ár.
 
Hallgrímur hefur verið í U-21 landsliði Íslands undanfarið og hefur átt góðu gengi að fagna á þeim vettvangi. Á sunnudag mun Hallgrímur því mæta liðsfélaga sínum Símun Samuelsen sem er einn af burðarásunum í liði Færeyinga.
 
Eins kom fram á fréttamannafundi KSÍ í gær mun Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, aðstoða Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara við að afla upplýsinga um andstæðinga Íslands og mun Kristján hafa lið Makedóníu til skoðunar en Ólafur hefur ráðið til sín fjóra aðstoðarmenn.
 
VF-Mynd/ Úr safni: Hallgrímur á æfingu með Keflvíkingum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024