Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Halldór keppti á HM í kraftlyftingum
Þriðjudagur 11. júní 2019 kl. 13:25

Halldór keppti á HM í kraftlyftingum

Halldór Jens Vilhjálmsson, kraftlyftingamaður úr félaginu Massa í Njarðvík keppti á Heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum sem fór fram í Helsingborg, Svíþjóð um síðustu helgi. Hann keppti fyrir Íslands hönd í -105 kg. flokki unglinga og lyfti 235 kg. í hnébeygju, 147,5 kg. í bekkpressu og 240 kg. í réttstöðulyftu, 622,5 kg. samanlagt og 13. sæti í flokknum.

Halldór ætlaði sér að ná stærri markmiðum á mótinu en því miður tókst það ekki núna. Þetta var fyrsta mótið hans erlendis, heimsmeistaramót og keppnin mjög hörð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Halldór mun nú undirbúa si  fyrir Evrópumeistaramót í bekkpressu sem verður haldið í Lúxemborg þann 7. ágúst nk. segir í tilkynningu frá Massa.