Halldór Karlsson í eins leiks bann
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Halldór Karlsson, fyrirliða körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, í eins leiks bann í gær. Halldóri var vikið af leikvelli er hann mótmælti óhæfilega dómi Kristins Óskarssonar dómara í leik Njarðvíkur og Snæfells þann 16. nóvember síðastliðinn. Snæfell sigraði í leiknum 83-81.
Halldór mun taka bannið út í leik Njarðvíkur og ÍS í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar mánudaginn 29. nóvember. Halldór verður því með á morgun þegar Njarðvík og Fjölnir mætast í Ljónagryfjunni kl. 19.15.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Halldór í baráttu við Hlyn Bæringsson
Halldór mun taka bannið út í leik Njarðvíkur og ÍS í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar mánudaginn 29. nóvember. Halldór verður því með á morgun þegar Njarðvík og Fjölnir mætast í Ljónagryfjunni kl. 19.15.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Halldór í baráttu við Hlyn Bæringsson