Halldór í banni gegn ÍR
Halldór Karlsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ sem fundaði um málið í gær. www.kki.is greinir frá.
Var Halldór kærður til aganefndar eftir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Sláturhúsin s.l. sunnudag í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Kæran var á grundvelli ógnunar eða árásar á dómara leiksins eftir að leik lauk. Halldór mun því ekki leika með Njarðvíkingum er liðið mætir ÍR í Iceland Express deildinni n.k. sunnudag.
Dómarar leiksins voru þeir Björgvin Rúnarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson.
VF-mynd/ JBÓ: Halldór, fyrir miðju, í baráttunni gegn A.J. Moye og Vlad Boer s.l. sunnudag.