Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hálfur járnkarl hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 11. júlí 2011 kl. 11:08

Hálfur járnkarl hjá Njarðvíkingum

Þeir Steindór Gunnarsson og Klemenz Sæmundsson tóku þátt, í nafni Þríþrautardeildar UMFN (3N), í svokölluðum hálfum járnkarli á vegum 3SH fyrr í dag ásamt þeim Haraldi Hreggviðssyni, Tyrfingi Þorsteinssyni og Háfldáni Örnólfssyni sem tóku þátt í liðakeppni. Þeir stóðu sig allir með stakri prýði og deginum ljósara að ung þríþrautardeild UMFN mun blanda sér í toppbaráttuna í þríþrautinni á Íslandi áður en langt um líður.

Hálfur járnkarl (e. Half Ironman) samanstendur af 1,9 km sundi, 90 km hjólreiðum og hálfu maraþonhlaupi (21,1 km). Klemenz lauk keppni í 16. sæti í heildarúrslitum og 6. sæti í sínum aldursflokki. Steindór lauk keppni í 28. sæti yfir heildina og því 12. í sínum aldursflokki. "Plankarnir", lið Haraldar, Tyrfings og Hálfdáns, hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni, en þeir skiptu þannig með sér verkum að Hálfdán synti, Haraldur hjólaði og Tyrfingu hljóp.

Mynd: Hluti af þríþrautarfólki UMFN

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024