Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hákon sigraði á þriðja vormóti Golfklúbbs Suðurnesja
Sunnudagur 25. apríl 2010 kl. 13:19

Hákon sigraði á þriðja vormóti Golfklúbbs Suðurnesja

Eitthundrað þrjátíu og tveir kylfingar mættu til leiks á þriðja vormóti Golfklúbbs Suðurnesja í Leirunni í gær. Fínasta golfveður var í Leirunni og völlurinn í ágætu standi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hákon Árnason úr GS var bestur með forgjöf og fékk 45 punkta. Jóhannes F. Halldórsson úr GKG varð annar í punktum, með 42 og síðan komu þrír með 39 punkta, þeir Ríkharður Kristinsson, Þorlákur G. Halldórsson GG, Kristinn Arnar Ormsson NKog Björn Ragnar Björnsson úr GKG.

Eiríkur Guðmundsson úr GR lék á besta skorinu, 72 höggum eða pari og var höggi betri en Sigurður Rúnar Ólafsson úr GKG en hann hefur verið á verðlaunapalli í vormótum GS að undanförnu. Fjórir kylfingar voru á tveimur yfir pari, Ragnar Þór Ragnarsson GKG, Guðmundur Örn Árnason NK, Björn V. Skúlason GS og Nökkvi Gunnarsson, NK.

Eins og sjá má á þessari upptalningu voru menn að spila vel á Hólmsvelli í dag enda veður með ágætum þó ekki væri sumarhiti. Alls mættu  brostu flestir breitt þó ekki hafi allir skorað eins og þeir vildu.