Hákon Ívar fer frá Grindavík
Knattspyrnumaðurinn og Grindvíkingurinn Hákon Ívar Ólafsson er á förum frá liði Grindavíkur og ætlar sér að leika með liði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Fótbolta.net.
Hákon er 22 ára gamall og uppalinn hjá Grindavík, hann lék níu leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í fyrra. Hákon var lánsmaður hjá Haukum árið 2016 en hefur annars leikið með liði Grindavíkur.