Hagnaður hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Búist er við því að körfuknattleiksdeild Keflavíkur muni skila 2-3 milljóna króna hagnaði eftir yfirstandandi tímabil. Þetta er ein besta rekstrarafkoma sem hefur verið, en deildin hefur nú verið rekin með hagnaði síðustu fjögur ár. Reikningarnir verða kynntir nánar á aðalfundi deildarinnar 11. maí.
Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að ástæðan fyrir þessum góða árangri sé margþætt. Í fyrsta lagi varð launaþaksreglan til þess að lækka laun erlendu leikmannanna, þá fékk deildin myndarlegan styrk frá yfirstjórn félagsins. Áhorfendafjöldi á leikina var með betra móti og báðum liðum gekk vel og fóru alla leið í öllum sínum keppnum. Stærsta ástæðan var þó að Evrópuævintýri karlaliðsins kom út á sléttu þökk sé framlagi sjálfboðaliða og styrktaraðila. Rekstrarafgangurinn er notaður til að greiða niður gamlar skuldir og búa í haginn fyrir komandi leiktíð
Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að ástæðan fyrir þessum góða árangri sé margþætt. Í fyrsta lagi varð launaþaksreglan til þess að lækka laun erlendu leikmannanna, þá fékk deildin myndarlegan styrk frá yfirstjórn félagsins. Áhorfendafjöldi á leikina var með betra móti og báðum liðum gekk vel og fóru alla leið í öllum sínum keppnum. Stærsta ástæðan var þó að Evrópuævintýri karlaliðsins kom út á sléttu þökk sé framlagi sjálfboðaliða og styrktaraðila. Rekstrarafgangurinn er notaður til að greiða niður gamlar skuldir og búa í haginn fyrir komandi leiktíð