Mánudagur 15. júlí 2013 kl. 09:21
Hafþór Ægir á heimaslóðir
Kantmaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson losnaði undan samningi hjá Grindvíkingum en hann hefur nú samið við uppeldisfélag sitt ÍA. Hafþór hefur leikið með Grindvíkingum frá árinu 2010 en hann hefur skorað 7 mörk í 36 leikjum. Áður hefur hefur Hafþór leikið með ÍA, Þrótti og Valsmönnum.