Hafsteinn íþróttamaður Sandgerðis
Knattspyrnumaðurinn Hafsteinn Rúnar Helgason var á mánudag útnefndur Íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2006. Hafsteinn var burðarás í liði Reynismanna sem komust beint upp í 1. deild eftir eins árs dvöl í 2. deild. Hafsteinn lék 17 leiki í sumar og skoraði 2 mörk.
Hafsteinn var augljóslega tilnefndur af knattspyrnudeild, en í sunddeild var Eydís Sjöfn Kjærbo tilnefnd. Hjá golfklúbbnum var Svavar Grétarsson tilnefndur og af körfuknattleiksdeildinni var það Magnús Sigurðsson.
Fjölmennt var við afhendinguna sem fór fram í golfskálanum í Sandgerði og léku þar tvær stúlkur úr Tónlistarskóla Sandgerðis fyrir viðstadda, Elva Kristín Sævarsdóttir á gítar og Sandra Rún Jónsdóttir á þverflautu.
VF-Myndir/Þorgils