Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hafsteinn Helgason til liðs við Stjörnuna
Laugardagur 10. nóvember 2007 kl. 12:37

Hafsteinn Helgason til liðs við Stjörnuna

Varnarmaðurinn og fyrirliði knattspyrnuliðs Reynis á síðasta leiktímabili, Hafsteinn Helgason, skrifaði á fimmtudag undir samning við Stjörnuna í Garðabæ. Hafsteinn sem er 22 ára skrifaði undir tveggja ára samning við þá bláklæddu með möguleika á framlengingu.

 

Hafsteinn hefur spilað 100 leiki fyrir meistaraflokk Reynis frá árinu 2002 og skorað í þeim 18 mörk. Fyrsti leikur Hafsteins með meistaraflokki var gegn liði Úlfanna í B-riðli 3.deildar þann 31. maí 2002 í leik sem Reynir sigraði 7-1. Fyrsta markið kom svo í 2-1 sigri á Deiglunni 5.júlí 2002.

 

www.reynir.is

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024