Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hætti Jóhann við Keflavík?
Miðvikudagur 27. maí 2009 kl. 15:06

Hætti Jóhann við Keflavík?

Ekkert verður af því að Jóhann Árni Ólafsson skrifi undir hjá Keflavík í dag eins og til stóð. Áður höfðum við á Víkurfréttum greint frá því að hann myndi skrifa undir samning við liðið í dag en svo virðist sem snuðra hafi hlaupið á þráðinn. Í samtali við Víkurfréttir kannast Jóhann Árni ekki við að hafa samþykkt þann samning sem skrifa átti undir í dag og er að eigin sögn í viðræðum við fleiri lið, m.a. erlend lið. Viðræður við Keflavík eru því enn í gangi sem og önnur lið.

Jóhann æfði með Keflavík í gær og var allt sem benti til þess að hann væri búinn að skipti fyrir í liðið úr Bítlabænum en nú er alls óljóst hvort af því verður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekkert náðst í forsvarsmenn Keflavíkur vegna málsins.

Jóhann Árni er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur og á síðustu leiktíð lék hann með Proveo Merlins í þýsku Pro B deildinni við góðan orðstír.

VF/MYND: Jóhann Árni Ólafsson skrifar ekki undir hjá Keflavík í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024