Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gylfi Freyr Íslandsmeistari í motocrossi
Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 18:31

Gylfi Freyr Íslandsmeistari í motocrossi

Gylfi Freyr Guðmundsson er Íslandsmeistari í motocrossi árið 2006. Gylfi varð Íslandsmeistari á Sólbrekkubraut í Reykjanesbæ í dag í flokki MX1 og fagnaði titlinum vel og innilega enda meistari á heimavelli eins og hann stefndi að.

Mjótt var á munum í heildarkeppninni en Gylfi varð Íslandsmeistari með eins stigs sigri. Gylfi ók örugglega í dag og tók ekki óþarfa áhættu og fagnaði því sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í motocrossi.

Aron Ómarsson, félagi Gylfa, stóð sig vel í dag og klifraði vel upp stigatöfluna en hann komst þó ekki á verðlaunapall. Gylfi og Aron voru ávallt á meðal fremstu manna í dag á Sólbrekkubraut enda þekkja þeir brautina vel og höfðu undirbúið keppnina af kostgæfni.

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024