Fimmtudagur 17. júlí 2014 kl. 09:21
				  
				Gylfi dæmir í Ungverjalandi
				
				
				
	Keflvíkingurinn Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn átta aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla í knattspyrnu. Á dögunum var Gylfi staddur í San Marino þar sem hann dæmdi í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar.