Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 1. júní 2002 kl. 10:35

Gunnleifur stöðvaði sigurgöngu Njarðvíkinga

Njarðvíkingar töpuðu 1-0 gegn Gunnleifi Gunnleifssyni og félögum úr HK í Kópavogi í gærkvöldi í 2. deild karla. Markið kom í fyrri hálfleik og var það HK-ingurinn Ólafur Júlíusson sem skoraði eina mark leiksins. Njarðvíkingar eru í öðru sæti í 2. deild með sex stig eftir þrjá leiki, en HK er á toppnum með níu stig. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi markvörður Keflvíkinga, varð oft glæsilega á köflum og átti hann stóran þátt í sigri HK.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024