Föstudagur 11. janúar 2002 kl. 01:06
Gunnleifur ræðir við Uerdingen
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður, sem genginn er til liðs við HK frá Keflavík, er nú í Þýskalandi til viðræðna við forráðamenn þýska 3. deildarliðsins Uerdingen.Ef um semst verður Gunnleifur hjá Uerdingen til loka leiktíðarinnar en liðið er í öðru sæti í norðurriðli 3. deildar.