Gunnleifur í landsliðið
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Keflvíkinga hefur verið valinn í landsliðshóp Íslands, en liðið mætir Möltu 27. júlí nk. á Laugardalsvelli og var hópurinn tilkynntur í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnleifur er valinn í A-landsliðið í knattspyrnu, en hinn markvörðurinn í landsliðshópnum að þessu sinni er öllu reyndari, en það er Birkir Kristinsson. Gunnleifur mun hefja æfingar með landsliði Íslands í næstu viku, undir stjórn fyrrum þjálfara síns, Atla Eðvaldssonar.