Gunnlaugur þjálfar Keflvíkinga
Gunnlaugur Kárason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Keflavík. Gunnlaugur er heimamaður og öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík, en hann hefur áður starfað sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu, en það var árið 2006 í Landsbankadeildinni sálugu. Gunnlaugur er með UEFA-A þjálfararéttindi og er auk þess íþróttakennari að mennt.