Gunnlaugur biðst afsökunar
Beðist hefur verið velvirðingar á pistli sem Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar UMFG, ritaði inn á vefsíðu félagsins fyrir helgi. Í þeim pistli, sem nú hefur verið fjarlægður, kallaði Gunnlaugur Sigurð Jónsson, fyrrverandi þjálfara Grindavíkur, lúser og aumingja.
Pistill Gunnlaugs lýsti miklum vonbrigðum hans og Grindvíkinga með vörusvik í þjálfaramálum eins og hann kallaði það.
Nú hefur hins vegar verið birt afsökunarbeiðni á Grindavíkursíðunni sem er svohljóðandi:
Stór orð
Það hefur ávalt verið ljóst að ég er með munninn fyrir neðan nefið og ansi oft með hann opinn og ávalt tilbúinn að segja mína skoðun á málunum, því kemur það stundum fyrir að maður segir of mikið eða eitthvað sem hefði betur látið kyrrt liggja. Það mun hafa átt sér stað í niðurlagi á grein minni sem ber titilinn "Horft um öxl". Þeir sem þekkja mig kemur þetta ekkert á óvart. Ljóst er að í niðurlagi greinar skrifaði ég hluti sem eiga ekki heima á prenti, en vonbrigði mín með sumarið voru sjálfsögðu mikil, að svona skildi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skildi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir. Sigurður Jónsson og fjölskylda ég biðst auðmjúkur afsökunar á orðum mínum og tek jafnframt greinina út af UMFG.is
Gunnlaugur Hreinsson
Pistill Gunnlaugs lýsti miklum vonbrigðum hans og Grindvíkinga með vörusvik í þjálfaramálum eins og hann kallaði það.
Nú hefur hins vegar verið birt afsökunarbeiðni á Grindavíkursíðunni sem er svohljóðandi:
Stór orð
Það hefur ávalt verið ljóst að ég er með munninn fyrir neðan nefið og ansi oft með hann opinn og ávalt tilbúinn að segja mína skoðun á málunum, því kemur það stundum fyrir að maður segir of mikið eða eitthvað sem hefði betur látið kyrrt liggja. Það mun hafa átt sér stað í niðurlagi á grein minni sem ber titilinn "Horft um öxl". Þeir sem þekkja mig kemur þetta ekkert á óvart. Ljóst er að í niðurlagi greinar skrifaði ég hluti sem eiga ekki heima á prenti, en vonbrigði mín með sumarið voru sjálfsögðu mikil, að svona skildi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skildi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir. Sigurður Jónsson og fjölskylda ég biðst auðmjúkur afsökunar á orðum mínum og tek jafnframt greinina út af UMFG.is
Gunnlaugur Hreinsson