Gunnar verður Zoran til aðstoðar
Gunnar Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Gunnar er Keflvíkingur í húð og hár en hann lék á sínum tíma 237 leiki fyrir Keflavík í öllum keppnum. Gunnar þjálfaði Keflavík ásamt Sigurði Björgvinssyni árin 1997-1999 en þeir gerðu liðið að bikarmeisturum árið 1997. Gunnar stjórnaði liðinu einnig í nokkrum leikjum árið 2000 ásamt Þorsteini Bjarnasyni og hann var Willum Þór til aðstoðar nú í sumar.
„Það er ánægjulegt að búið sé að ganga frá því að þeir Zoran og Gunnar stjórni liðinu en stjórn Knattspyrnudeildar lagði að þessu sinni mikla áherslu á að fá Keflvíkinga til að starfa fyrir félagið. Við bjóðum þá félaga velkomna til starfa,“segir á heimasíðu Keflvíkinga í dag.