Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar tekur við Þrótti
Mánudagur 2. október 2006 kl. 16:33

Gunnar tekur við Þrótti

Gunnar Oddsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þróttar í Reykjavík. Gunnar sagði upp störfum um helgina sem þjálfari Reynismanna en hann fór með liðið upp úr 3. deild í þá fyrstu.

Gunnar mun taka við af Atla Eðvaldssyni sem þjálfari Þróttar en Atli hefur verið með Þrótt í um eitt og hálft ár.

Gunnar er margreyndur leikmaður og þjálfari en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Íslandsmótsins með 305 deildarleiki og þar af 177 sem leikmaður hjá Keflavík.

 

Þjálfarinn margreyndi mun því mæta lærisveinum sínum úr Sandgerði á næstu leiktíð sem þjálfari Þróttar í Suðurnesjadeildinni eða 1. deildinni eins og hún er líka kölluð. Í deildinni verða þrjú Suðurnesjalið, Njarðvík, Reynir og Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024