Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks kvenna til næstu tveggja ára. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Gunnar Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur lengi starfað við þjálfun yngri flokka hjá Keflavík. Þá þjálfaði Gunnar meistaraflokk kvenna hjá Grindavík um árabil og lið Njarðvíkur á árunum 2011-2013.
Kvennaknattspyrnan hefur átt undir högg að sækja í Keflavík á undanförnum árum en liðið fékk aðeins eitt stig í b-riðli 1. deildar í sumar.