Gunnar Örlygsson nýr formaður UMFN
Hver verður næsti Þjálfari Njarðvíkinga?
Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á dögunum var kjörin ný stjórn, en þar var gamla kempan Gunnar Örlygsson kjörinn formaður deildarinnar.
Gunnar er félaginu vel kunnur enda lék hann lengi vel með liðinu á sínum yngri árum. Ljóst er að ný stjórn þarf að ráða nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla en Einar Árni Jóhannsson lætur af störfum í lok tímabils. Teitur Örlygsson bróðir Gunnars verður að teljast líklegur arftaki Einars en hann lætur af störfum hjá Stjörnunni eftir tímabilið og hefur verið orðaður við uppeldisfélagið í Njarðvík. Einnig hefur nafn Friðriks Inga Rúnarssonar verið nefnt til sögunnar enda fer þar annar heimamaður sem á að baki frábæran þjálfaraferil.
Stjórn UMFN samanstendur af eftirfarandi aðilum:
Gunnar Örlygsson, formaður
Jakob Hermannsson v. formaður
Hulda B. Stefánsdóttir
Hreiðar Hreiðarsson
Jóhannes Kristbjörnsson
Eva Stefánsdóttir
Hjörtur Guðbjartsson
Varastjórn:
Kristinn Einarsson
Gunnar G. Gunnarsson