Gunnar og Bergsteinn í landsliðinu
Suðurnesjamenn eiga tvo fulltrúa í U-19 ára liði karla í knattspyrnu sem leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. - 24. júlí. Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.
Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson sem nýlega samdi við enska liðið Ipswich er í hópnum en hann er miðjumaður. Bergsteinn Magnússon markmaður hjá Keflavík er sömuleiðis í hópnum sem og Gunnar Örn Ástráðsson sjúkraþjálfari frá Keflavík.
Mynd: Gunnar Þorsteinsson samdi á dögunum við Ipswich og þykir mikið efni.