Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar og Bergsteinn í landsliðinu
Þriðjudagur 12. júlí 2011 kl. 16:26

Gunnar og Bergsteinn í landsliðinu

Suðurnesjamenn eiga tvo fulltrúa í U-19 ára liði karla í knattspyrnu sem leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. - 24. júlí. Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson sem nýlega samdi við enska liðið Ipswich er í hópnum en hann er miðjumaður. Bergsteinn Magnússon markmaður hjá Keflavík er sömuleiðis í hópnum sem og Gunnar Örn Ástráðsson sjúkraþjálfari frá Keflavík.

Mynd: Gunnar Þorsteinsson samdi á dögunum við Ipswich og þykir mikið efni.