Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar og Arnór í U21
Arnór Ingvi hefur verið fastamaður í U21 liðinu um skeið.
Miðvikudagur 29. maí 2013 kl. 07:07

Gunnar og Arnór í U21

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 liðs karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM. Í hópnum eru tveir Suðurnesjamenn að þessu sinni en það eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Gunnar Þorsteinsson. Arnór er einn af lykilmönnum Keflvíkinga í Pepsi-deildinni en Grindvíkingurinn Gunnar gekk nýlega til liðs við Eyjamenn eftir dvöl í Englandi þar sem hann var á mála hjá Ipswich.Gunnar sem vakið hefur athygli í sumar fyrir vasklega framgöngu kemur inn í hópinn í stað Blikans Sverris Inga Ingasonar sem er í leikbanni.

Leikið verður í Jerevan, fimmtudaginn 6. júní, og er þetta annar leikur Íslands í þessari undankeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Hvít Rússum og höfðu Íslendingar þar betur 2-1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar á Grindavíkurvelli. Mynd Eyþór Sæm fyrir VF.