Gunnar Oddsson ráðinn þjálfari Reynis
Gunnar Oddsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Reynis Sandgerði en frá þessu var greint í dag. Stjórn Reynis leitaði til hans fyrir nokkru og var hann ráðinn í eitt ár. Hannes Jón Jónsson formaður Reynis sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri fullviss um að Gunnar væri rétti maðurinn í þetta verkefni."Við ætlum okkur upp á næsta tímabili og við teljum Gunnar rétta manninn til þess að koma okkur upp úr 3. deildinni. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort kappinn muni spila eða ekki en eins og staðan er í dag mun hann ekki spila", sagði Hannes.
Aðspurður hvort leikmannahópurinn yrði sá sami sagði Hannes að hann vonaðist til þess að halda öllum áfram og jafnvel bæta við í hópinn. Hann sagði það þó undir þjálfaranum komið hvað hann teldi liðinu fyrir bestu.
Aðspurður hvort leikmannahópurinn yrði sá sami sagði Hannes að hann vonaðist til þess að halda öllum áfram og jafnvel bæta við í hópinn. Hann sagði það þó undir þjálfaranum komið hvað hann teldi liðinu fyrir bestu.