Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 6. nóvember 2002 kl. 19:58

Gunnar Oddsson ráðinn þjálfari Reynis

Gunnar Oddsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Reynis Sandgerði en frá þessu var greint í dag. Stjórn Reynis leitaði til hans fyrir nokkru og var hann ráðinn í eitt ár. Hannes Jón Jónsson formaður Reynis sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri fullviss um að Gunnar væri rétti maðurinn í þetta verkefni."Við ætlum okkur upp á næsta tímabili og við teljum Gunnar rétta manninn til þess að koma okkur upp úr 3. deildinni. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort kappinn muni spila eða ekki en eins og staðan er í dag mun hann ekki spila", sagði Hannes.
Aðspurður hvort leikmannahópurinn yrði sá sami sagði Hannes að hann vonaðist til þess að halda öllum áfram og jafnvel bæta við í hópinn. Hann sagði það þó undir þjálfaranum komið hvað hann teldi liðinu fyrir bestu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024