Gunnar Nelson skrifar undir hjá UFC
Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson hefur skrifað undir samning hjá UFC, stærsta sambandi heims í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Fyrsti bardagi Gunnars innan sambandsins hefur ekki verið ákveðinn en það mál gæti skýrst í næstu viku. Gunnar er bæði ánægður og stoltur af því að UFC skyldi vilja fá hann í sínar raðir og vonar samningurinn verði upphafið að löngu og góðu samstarfi við UFC.
Stærsta keppni í sögu sambandsins fór fram í nótt í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas, Nevada þar sem miðasala skilaði rúmum 7 milljónum dollara og þá er ekki talið greiðsla fyrir beina útsendingu gegnum netið (PayPerView). Þess má geta að rúmlega 8000 manns mættu t.d. á vigtun keppenda í fyrradag.