Gunnar með sigurmark Grindvíkinga sem eru komnir í úrslit
Grindvíkingar eru komnir í úrslit Lengjubikarins í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á KA í Boganum á Akureyri. Gunnar Þorsteinsson skoraði sigurmark Grindvíkinga á 57. mín. þegar hann lék á varnarmann KA og kom boltanum framhjá markverði KA.
Suðurnesjaliðið var nálægt því að bæta við marki á 80. mín. þegar markvörður KA varði frábæran skalla frá Birni Berg.
Grindvíkingar mæta Valsmönnum í úrslitaleik mótsins 5. apríl nk.