Gunnar Már í þjálfarateymi Keflavíkur
Gunnar Már Másson hefur bæst í hóp þjálfara meistaraflokks karla hjá Keflavík. Hann mun taka þátt í undirbúningi..
Gunnar Már Másson hefur bæst í hóp þjálfara meistaraflokks karla hjá Keflavík í knattspyrnu. Hann mun taka þátt í undirbúningi Keflavíkur fyrir keppni í Pepsi-deildinni 2013 og vinna með öllum samningsbundnum leikmönnum meistaraflokks karla varðandi lyftingar, séræfingar og mataræði. Gunnar Már er menntaður íþrótta- og hreyfifræðingur.
Gunnar Már lék um árabil í efstu deild með Val, KA og Leiftri. Hann gekk til liðs við Keflavík árið 1998 en meiddist í æfingaleik fyrir mót. Gunnar Már náði ekki að spila opinberan leik fyrir Keflavík og hætti skömmu síðar í knattspyrnu. Hann lék tvo A-landsleiki árið 1997.
Knattspyrnudeild Keflavíkur býður Gunnar Má velkomin í hópinn.