Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Magnús nýr þjálfari GRV
Mánudagur 22. október 2007 kl. 14:22

Gunnar Magnús nýr þjálfari GRV

Keflvíkingurinn Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn sem þjálfari kvennaliðs GRV í 1. deildinni í kvennaknattspyrnu en hann hefur um 20 ára reynslu af knattspyrnuþjálfun.

 

Gunnar hefur þjálfað yngri flokka í Keflavík en fór svo um landið og aflaði sér reynslu í Borganesi, Bolungarvík og Ísafirði þar sem hann þjálfaði og spilaði með bæjarliðunum. 

 

Síðustu ár hefur hann verið þjálfari hjá Keflavík og m.a. yfirþjálfari yngri flokka í Keflavík frá 2001-2005 en hann er með UEFA A gráðu auk þess að vera íþróttakennari frá Laugavatni og íþróttafræðingur frá Bandaríkjunum.

 

Mynd: www.umfg.is - Gunnar til hægri við undirritun þjálfarasamningsins.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024