Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnar löglegur með Haukum
Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 12:24

Gunnar löglegur með Haukum

Keflvíkingurinn Gunnar Hafsteinn Stefánsson er orðinn löglegur með körfuknattleiksliði Hauka í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fyrir þessa leiktíð sagði Gunnar skilið við Keflavík og fór í KR en þaðan lá leið hans til Hauka.

 

Gunnar fann sig ekki í herbúðum KR-inga og ákvað því að róa á önnur mið. Hann er nú löglegur með Haukum en leikheimild kom í gegn síðastliðinn föstudag og hefur hann verið að æfa með liðinu að undanförnu. Hjá Haukum hittir Gunnar fyrir fyrrum liðsfélaga sinn úr Keflavík og þjálfara Hauka, Hjört Harðarson en Hauka bíður ærinn starfi enda eru þeir á botni deildarinnar með aðeins 6 stig eftir 15 leiki.

 

Gunnar mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með Haukum á föstudag gegn sínu gamla félagi til skamms tíma, KR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024