Gunnar kjörinn þjálfari ársins

Keflvíkingurinn Gunnar Magnús Jónsson var á dögunum kjörinn þjálfari ársins í Inkasso deild kvenna í fótbolta. Hann leiddi ungt og öflugt lið Keflvíkinga upp í efstu deild í sumar og verðlaunuðu Stöð 2 sport og Inkasso hann fyrir vikið.

Vefsíðan Fótbolti.net valdi svo Natasha Moraa Anasi sem leikmann ársins en hún var einnig í úrvalsliðinu ásamt Lauren Fulton.