Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 9. mars 2004 kl. 11:19

Gunnar Einarsson meiddur á fingri

Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur í körfuknattleik, meiddist á fingri á æfingu með liðinu og kemur fram á heimasíðu félagsins að hann verði líklega frá keppni í 8-10 daga. Sauma þurfti 6 spor í fingurinn þar sem sinar höfðu rifnað og mikið blætt úr fingrinum, en hann slapp þó óbrotinn.

Óheppnin virðist elta Gunnar á röndum þessa dagana. Hann meiddist á hné fyrir nokkru, en var farinn að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist aftur. Því er ólíklegt að hann verði með á móti Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vikunni, en hann ætti að vera kominn í stand fyrir undanúrslitin, þ.e. ef félagar hans ná að leggja Stólana að velli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024