Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar áfram með Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2019 kl. 14:13

Gunnar áfram með Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur framlengt samning sinn við Gunnar M. Jónsson þjálfara kvennaliðsins og er samingurinn til tveggja ára. Gunnar er að hefja sitt fimmta ár með liðinu og undir hans stjórn hefur liðið, sem er að mestu byggt upp af ungum heimstúlkum, vaxið og dafnað og spiluðu í fyrsta sinn í efstu deild sl. sumar eftir nokkra fjarveru.

„Því miður vantaði hársbreidd til að halda liðinu í Pepsí en þær settu svo sannarlega mark sitt á deildina svo eftir var tekið. Það er mikill fengur að halda slíkum ástríðumanni fyrir þjálfun og fótbolta hjá félaginu og er liður í því verkefni að koma stelpunum strax upp í deild þeirra bestu, þar sem þær eiga sannarlega heima,“ segir í frétt frá Knattspyrnudeildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024