Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar til Spánar
Gunnar í leik með Keflavík á síðustu leiktíð.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. ágúst 2019 kl. 10:58

Gunnar til Spánar

Gunnar Ólafsson, bakvörður körfuknattleiksliðs Keflavíkur og íslenska landsliðsins hefur samið við spænska félagið Oviedo Club Baloncesto til eins árs. Oviedo leikur í næst efstu deild á Spáni í Leb Oro deildinni.

Gunnar var einn af lykilmönnum Keflavíkur í Domino’s deildinni í fyrra og því er þetta mikill missir fyrir Keflavík en Gunnar gaf það út fyrr í sumar að hann ætlaði að reyna fyrir sér í atvinnumennsku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024