Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnar  fyrstur til að vinna 80 leiki í úrslitakeppni
Sunnudagur 28. mars 2010 kl. 16:18

Gunnar fyrstur til að vinna 80 leiki í úrslitakeppni



Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson er einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands þegar kemur að unnum Íslandsmeistaratitlum en eftir fimmtudagkvöldið er hann kominn í efsta sætið yfir flesta spilaða sigurleiki í úrslitakeppni. Gunnar átti fínan leik þegar Keflavík vann 94-75 sigur á Tindastól og komst þar með 1-0 yfir í einvíginu þar sem þarf tvo sigra til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. Visir.is greinir frá.


Gunnar hefur nú verið í sigurliði í 80 af 124 leikjum sínum í úrslitakeppni sem gerir 64,5 prósent sigurhlutfall. Lið hans hefur unnið 28 af 37 leikjum í átta liða úrslitum (76 prósent), 32 af 56 leikjum í undanúrslitum (57 prósent) og 20 af 31 leik í lokaúrslitum (65 prósent). Gunnar hefur meðal annars leikið þrettán oddaleiki á ferlinum og verið í sigurliði í átta þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar leikur Keflavíkur og Tindastóls í 8 liða úrslitum verður í kvöld. Á morgun leika Grindavík við Snæfell og Njarðvík mætir Teiti og félögum í Stjörnunni í Ljónagryfjunni.

VFLjósmynd/ Hilmar Bragi Bárðarson.