Gummi Steinars skoraði tvö í fyrsta leik
Nýjasti leikmaður Njarðvíkinga, Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Njarðvík sigraði þá Tindastól 2 - 3 í Fótbolta.net mótinu. Tindastólsmenn náðu tveggja marka forystu snemma leiks. Þá var komið að þætti Guðmundar. Hann skoraði fyrst með þrumufleyg af löngu færi, stöngin inn. Svo skoraði hann aftur laglegt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Það var svo Theódór Guðni Halldórsson sem tryggði Njarðvíkingum sigur í leiknum.