Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gummi Steinars inn í þjálfarateymi Njarðvíkur
Guðmundur Steinarsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 9. ágúst 2021 kl. 21:06

Gummi Steinars inn í þjálfarateymi Njarðvíkur

Bjarni Jó í tímabundið leyfi

Bjarni Jóhannsson, annar aðalþjálfara Njarðvíkinga, er farinn í tímabundið veikindaleyfi að læknisráði vegna brjóksloss í hálsi sem hann hefur verið að glíma við síðustu vikur.

Stjórn knattspyrnudeildar hefur komist að samkomulagi við Guðmund Steinarsson um að koma inn í þjálfarateymið út tímabilið en hann var hjá Njarðvík frá árinu 2013 til ársins 2016, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann kæmi til með að vera Hólmari Erni Rúnarssyni til aðstoðar meðan á þyrfti. „Ég kem með aukahendur og af fullum þunga inn í lið Njarðvíkur,“ sagði Gummi glettnislega.

Njarðvíkingum hefur ekki gengið eins vel í annarri deild karla í ár og búist hafði verið við. Njarðvík var spáð sæti í næstefstu deild að ári en er nú í fimmta sæti. Þó er alls ekki útilokað fyrir Njarðvík að komast upp því þeir eru aðeins fimm stigum frá KV þegar sjö umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.