Gummi Steinars í úrvalsklassa
Guðmundur Steinarsson, framherji Keflavíkur, hefur var valinn í úrvalslið Landsbankadeildar karla fyrir frammistöðu sína í fyrstu 6 umferðum Íslandsmótsins.
Kemur valið fáum á óvart því Guðmundur hefur leikið afbragðsvel í sumar og hefur verið lykilmaðurinn í liði Keflavíkur. Þá hefur hann sem fyrirliði séð um að keyra lið sitt áfram úr þeim hremmingum sem liðið lenti í í vor og eru þeir nú í ágætismálum í deildinni. Guðmundur hefur skorað 5 mörk í Landsbankadeildinni og 2 til viðbótar í Visa-bikarnum.
Mynd/ksi.is