Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 25. apríl 2003 kl. 09:29

Gummi Steinars í Fram

Guðmundur Steinarsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, gekk í gær frá samkomulagi við úrvalsdeildarlið Fram um að leika með því út þetta tímabil. Guðmundur er 23 ára og hefur verið helsti markaskorari Keflvíkinga síðustu ár en hann hefur skorað fyrir þá 28 mörk í 82 leikjum í efstu deild. Guðmundur hefur dvalið í Danmörku í vetur og undanfarnar vikur hefur hann leikið þar með Brönshöj í 1. deildinni og gerði þar 3 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Hann er væntanlegur til Framara í næstu viku, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en þeir hafa að undanförnu leitað að sóknarmanni fyrir sumarið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024