Gummi Braga aftur á heimaslóðir
Guðmundur Bragason körfuknattleiksmaður og landsliðsmaður til margra ára hefur ákveðið að ganga til liðs við sína gömlu félaga í Grindavík á ný. Guðmundur hefur síðustu þrjú ár leikið með Haukum en ákvað að halda „heim“ á nýGuðmundur kemur til með að styrkja lið Grindvíkinga mikið í baráttunni í vetur og eiga þeir eflaust eftir að gera harða atlögu að titlinum ef þeir halda mannskapnum frá því á síðasta tímabili.